EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en lágbygging mun hýsa áhaldageymslu, tæknirými og aðstöðu starfsfólks.
Helstu verkþættir eru:
- Fullnaðarhönnun húss og lóðar
- Aðstöðusköpun og bráðabirgða aðgengi
- Jarðvinna
- Uppsteypa og reising burðavirkis
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss þ.m.t lagnakerfa
- Frágangur á gervigrasi, hlaupa- og göngubraut
- Frágangur lóðar
Forvalsgögn fást afhent rafrænt með því að senda tölvupóst á Orra Jónsson, orri.jons@efla.is frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2024.
Skilafrestur umsókna er 20. ágúst 2024, klukkan 13:00.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.